Nokkur glæsileg mörk litu dagsins ljós þegar fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fór fram um helgina og í gærkvöldi.
Andy Robertson skoraði laglegt mark fyrir Liverpool, Erling Haaland var samur við sig með flottri afgreiðslu fyrir Manchester City og Leandro Trossard skoraði glæsilegt sigurmark Arsenal.
Að öðrum ólöstuðum var það hins vegar að öllum líkindum Callum Hudson-Odoi, nýjasti liðsmaður Nottingham Forest, sem skoraði fallegasta markið með mögnuðu skoti í stöngina og inn.
Fallegustu mörk umferðarinnar má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.