Missir af öllu tímabilinu

Rico Henry spilar ekki aftur fyrir en á næsta á …
Rico Henry spilar ekki aftur fyrir en á næsta á næsta tímabili. AFP/Justin Tallis

Enska knattspyrnufélagið Brentford verður án lykilmanns allt þetta keppnistímabil eftir að hann meiddist í leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Enski bakvörðurinn Rico Henry hefur verið í byrjunarliði Brentford í 76 leikjum af 81 frá því liðið komst upp í úrvalsdeildina árið 2021. 

Staðfest var í dag að hnjámeiðsli sem hann varð fyrir á laugardaginn væru það alvarleg að hann þyrfti að fara í uppskurð og yrði ekki meira með á tímabilinu.

Henry er 26 ára gamall og þetta er í annað sinn sem hann lendir í svona langri fjarveru en hann slasaðist áður árið 2017 og var þá frá keppni í fjórtán mánuði.

mbl.is