Hlógu að tilboði United

Evan Ferguson fagnar marki gegn Newcastle, þar sem hann skoraði …
Evan Ferguson fagnar marki gegn Newcastle, þar sem hann skoraði þrennu. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð Brighton 50 milljónir punda fyrir framherjann unga Evan Ferguson í sumar.

ESPN greinir frá að forráðamenn Brighton hafi hlegið að tilboðinu og hafnað því samstundis, en þeir meta Ferguson á töluvert meira.

United reyndi hvað það gat til að kaupa framherja í sumar og endaði á að greiða Atalanta 73 milljónir punda fyrir Danann Rasmus Højlund.

Ferguson er aðeins 18 ára gamal, en hefur þrátt fyrir það skorað 10 mörk í 25 leikjum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni. Gerði hann þrennu gegn Newcastle á dögunum.

mbl.is