Solskjær: Leikmenn neituðu að æfa og spila

Ole Gunnar Solskjær þurfti að glíma við ýmislegt hjá United.
Ole Gunnar Solskjær þurfti að glíma við ýmislegt hjá United. AFP

Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, ræddi tíma sinn hjá félaginu í viðtali við The Athletic sem kom út í dag. Solskjær gagnrýndi þar leikmenn fyrir ófagmannleika.

„Sumir voru ekki eins góðir og þeim fannst þeir vera. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en ég var mjög vonsvikinn þegar tveir leikmenn höfnuðu fyrirliðabandinu.

Ég var líka mjög vonsvikinn þegar leikmenn neituðu að æfa og spila, því þeir vildu yfirgefa félagið. Það verða allir að róa í sömu átt,“ sagði sá norski m.a.

Hann var síðan spurður út í eftirmann sinn, Erik ten Hag. „Ég veit hvað hann er að ganga í gegnum. Þetta er draumastarf, en líka erfitt,“ sagði Solskjær.

mbl.is