„Það er eitthvað rotið innan Manchester United,“ sagði Þór Bæring Ólafsson, útvarpsmaður á K100, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Liverpool.
United hefur aðeins unnið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með 6 stig í 13. sæti deildarinnar.
„Það er eitthvað mikið að á bakvið tjaldið því það er mín trú að Erik ten Hag sé frábær stjóri,“ sagði Þór.
„Allt sem gerist innan félagsins fer í fjömiðla líka. Það er eitthvað mikið í gangi innan veggja félagsins og það sést á spilamennsku liðsins,“ bætti Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100, meðal annars.