Leikmaður Liverpool sló liðsfélaga sinn (myndskeið)

Andrew Robertson fagnar marki sínu með Liverpool gegn Wolves um …
Andrew Robertson fagnar marki sínu með Liverpool gegn Wolves um síðustu helgi. AFP/Adriaen Dennis

Skoski leikmaðurinn Andrew Robertson, bakvörður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, tók upp að því að slá Ben Doak, 17 ára liðsfélaga sinn, á æfingu liðsins fyrir leikinn gegn LASK í Evrópudeildinni í kvöld.

Robertson virtist sjá eftir atvikinu um leið og sló hann strákinn unga eflaust fastar en hann ætlaði að gera. Var hann snöggur að biðja Doak afsökunar.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is