Svefnvenjur Haalands hættulegar?

Erling Haaland vill anda með nefinu.
Erling Haaland vill anda með nefinu. AFP/Oli Scarff

Erling Haaland, framherji enska knattspyrnuliðsins Manchester City og norska landsliðsins, vakti athygli á dögunum þegar hann sagðist sofa með límband fyrir munninn til að bæta öndunina.

Hefur athæfið vakið mikla athygli og myllumerkið „mouthtape“ eða munnlímband notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Það getur þó ekki ekki verið hættulaust samkvæmt svefnfræðingnum Christian Benedict.

Benedict, sem er prófessor við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð, ræddi við Aftonbladet í heimalandinu um svefnvenjur þess norska.

„Ég verð að setja spurningamerki við þessa aðferð. Það reynir mjög á hjarta- og æðakerfið að vera með svefnvanda og ef þú getur ekki andað með munninum getur það leitt til vandamála.

Það er alls ekki raunin að þetta sé gott fyrir alla. Það er ekki gott að þvinga fram öndun með nefinu,“ sagði Benedict.

mbl.is