Ung knattspyrnukona látin

Maddy Cusack lést í dag, 27 ára að aldri.
Maddy Cusack lést í dag, 27 ára að aldri. Ljósmynd/Sheffield United

Knattspyrnukonan Maddy Cusack, leikmaður Sheffield United á Englandi, lést í dag aðeins 27 ára að aldri.

Cusack lék með Sheffield-liðinu frá árinu 2019 og varð fyrsti leikmaðurinn til að spila yfir 100 leiki fyrir kvennalið félagsins.

Hún vann einnig við markaðsmál hjá félaginu og var afar vinsæl innan þess, samkvæmt frétt á heimasíðu Sheffield-félagsins.

„Maddy var hluti af mörgum liðum innnan félagsins og var vinsæl alls staðar. Hún gerði fjölskyldu sína stolta á hverjum degi og henni verður sárt sakanað,“ segir í yfirlýsingu félagsins.

Cusack gerði nýjan samning við Sheffield United í júlí og var á leiðinni í sitt sjötta tímabil með liðinu.

mbl.is