Verður arftaki gamla mannsins

Darren Moore er nýr stjóri Huddersfield.
Darren Moore er nýr stjóri Huddersfield. AFP

Darren Moore hefur verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Huddersfield. Hann tekur við af hinum 74 ára gamla Neil Warnock, sem sagði starfi sínu lausu í vikunni.

Moore, sem er 49 ára, kom Sheffield Wednesday úr C-deildinni og upp í B-deildinni á síðustu leiktíð, en var síðan óvænt vikið úr starfi í kjölfarið.

Hann hefur einnig stýrt WBA og Doncaster. Stýrði hann fyrrnefnda liðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Huddersfield er sem stendur í 16. sæti B-deildarinnar með átta stig eftir sjö leiki.

mbl.is