Egypski kóngurinn komið að yfir 200 mörkum (myndskeið)

Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, hefur svo sannarlega látið vel að sér kveða á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Salah hefur nú komið að samtals 209 mörkum í deildinni með beinum hætti.

Hefur hann skorað 139 mörk og lagt upp önnur 66 fyrir Liverpool í 223 leikjum, auk þess sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp tvö fyrir Chelsea í 13 leikjum snemma á ferlinum.

Af þessu tilefni tók enska úrvalsdeildin saman nokkur af bestu mörkum og stoðsendingum egypska kóngsins fyrir Liverpool í deildinni, sem má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Loka