Bruno tryggði United sigur í Burnley

Jóhann Berg Guðmundsson horfir á eftir boltanum í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson horfir á eftir boltanum í kvöld. AFP/Paul Ellis

Manchester United vann mikilvægan sigur á Burnley, 1:0, í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Turf Moor í Burnley í kvöld. 

Með sigrinum er Manchester United komið í áttunda sæti deildarinnar með níu stig. Burnley er neðst með eitt. 

Jóhann Berg Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Burnley en eftir 20. mínútna leik þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla. 

Fimm mínútum síðar stangaði Johnny Evans fyrirgjöf Sergio Regulión í netið. Markið var síðan dæmt af vegna þess að Daninn Rasmus Höjlund var rangstæður og hafði áhrif á James Trafford, markvörð Burnley. 

Það kom ekki að sök því undir lok fyrri hálfleiksins kom Bruno Fernandes United yfir með glæsilegu skoti eftir háa sendingu frá Johnny Evans. 1:0, United í vil. 

Fátt var um fína drætti í síðari hálfleiknum en United hélt út og vann að lokum mikilvægan sigur. 

Burnley 0:1 Manch. Utd opna loka
90. mín. Rasmus Höjlund (Manch. Utd) á skot sem er varið Af varnarmanni og í horn.
mbl.is