Hent í sturtu fyrir að taka andstæðing hálstaki (myndskeið)

Spænski miðjumaðurinn Rodri, leikmaður Manchester City, fékk beint rautt spjald fyrir að taka Morgan Gibbs-White, leikmann Nottingham Forest, hálstaki í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni. 

Allt var í blóma hjá Manchester City enda 2:0-yfir í byrjun síðari hálfleiksins. Þá tekur Rodri upp á því að taka Gibbs-White hálstaki og er sendur í sturtu. 

Rodri mun því missa af næstu þremur leikjum Manchester City, allt útileikir. Fyrst gegn Newcastle í bikarnum, svo gegn Wolves í deildinni og loks í stórleik gegn Arsenal í Norður-Lundúnum. 

Myndbrot af atviknu má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is