Jóhann Berg fór af velli gegn United

Jóhann Berg Guðmundsson fer af velli í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson fer af velli í kvöld. AFP/Paul Ellis

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir um 20. mínútna leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Jóhann var á sínum stað í byrjunarliðinu en fór að finna fyrir í kálfanum eftir stundarfjórðung. Var honum síðan skipt af velli fimm mínútum síðar og kom Mike Tresor inn í hans stað. 

25. mínútur eru liðnar af leiknum en staðan er enn 0:0. Hægt er að fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is