Varnarmaðurinn allt í öllu í London (myndskeið)

Everton vann kærkominn 3:1-útisigur á Brentford í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í London í dag. 

Varnarmaðurinn James Tarkowski fór mikinn fyrir Everton en hann lagði upp fyrsta mark liðsins, fyrir Abdoulaye Doucou­ré og skoraði síðan annað. Dominic Calvert-Lewin bætti svo við þriðja marki Everton en Mathias Jensen skoraði mark Brenford. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér að neðan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is