Eiður Smári: Þetta er sláandi

Manchester United vann 1:0-útisigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag. Var sigurinn afar kærkominn, þótt frammistaðan hafi ekki verið stórkostleg.

Burnley var t.a.m. mun meira með boltann, sem Eiði Smára Guðjohnsen fannst sláandi, en Eiður var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport, ásamt Bjarna Þór Viðarssyni.

„Ég er ekki viss um að Erik ten Hag hafi séð það fyrir að hann myndi fara með liðið á Turf Moor og Burnley yrði meira með boltann,“ sagði Eiður Smári.

„Þetta er Manchester United og mér fannst það sláandi,“ sagði Eiður Smári meðal annars.

Umræðuna um United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.  

mbl.is
Loka