Newcastle skoraði átta mörk (myndskeið)

Óhætt er að segja að nýliðar Sheffield United hafi fengið flengingu er liðið mætti Newcastle á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, því leikurinn endaði með 8:0-sigri Newcastle. 

Átta mismunandi markaskorarar skoruðu mörkin en þeir Sean Longstaff, Dan Burn, Sven Botman, Callum Wilson, Anthony Gordon, Miguel Almirón, Bruno Guimaraes og Alexander Isak skoruðu allir. 

Markaveisluna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is