Nýliðarnir flengdir á heimavelli, 8:0

Kieran Trippier var með þrjár stoðsendingar í kvöld.
Kieran Trippier var með þrjár stoðsendingar í kvöld. AFP/ Darren Staples

Sheffield United tapaði með átta mörkum gegn engu á heimavelli gegn Newcastle United í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.

Newcastle skoraði átta mörk með átta mismunandi markaskorurum.

Sean Longstaff opnaði markaflóðið eftir 21 mínútu eftir stoðsendingu frá Anthony Gordon. Næstur á blað var Daniel Burn og þriðja mark fyrri hálfleiks skoraði Sven Botman en Kieran Trippier var með báðar stoðsendingarnar.

Callum Wilson skoraði fjórða mark Newcastle og aftur var Trippier með stoðsendingu. Því næst skoraði Anthony Gordon eftir stoðsendingu frá Elliot Anderson og Miguel Almion skoraði svo sjötta markið eftir stoðsendingu frá Bruno Guimares, sem skoraði sjöunda markið sjálfur stuttu síðar.

Alexander Isak skoraði svo áttunda og loka mark leiksins. 

Sheffield er nú með aðeins eitt stig á botni deildarinnar eftir sex leiki, með mínus 12 í markatölu. Newcastle er í 8. sæti með níu stig.

John Egan eftir leikinn í dag.
John Egan eftir leikinn í dag. AFP/Darren Staples
mbl.is