Rashford ómeiddur eftir bílslys

Marcus Rashford í leiknum í gær.
Marcus Rashford í leiknum í gær. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford sem spilar fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni slapp ómeiddur frá bílslysi í gærkvöldi.

Slysið gerðist eftir 1:0 sigur United gegn Burnley í gærkvöldi en eftir leikinn fóru leikmenn liðsins saman með rútu til Manchester.

Af æfingasvæðinu fór Rashford í hvítu Rolls Royce bifreið sinni og lenti í slysinu en hann slapp ómeiddur.

mbl.is