Arsenal og Tottenham mættust í Norður-Lundúnaslagnum á Emirates leikvanginum. Leikurinn endaði með 2:2 jafntefli.
Leikurinn var jafn og spennandi og Brennan Johnson fékk fyrsta færi leiksins eftir aðeins þrjár mínútur, kom sér fyrir inn í teignum en skot hans fór í varnarmann og út af. Tottenham kom svo boltanum í netið á fjórðu mínútu eftir hornspyrnu sem James Maddison tók, boltinn lenti hjá Bissouma sem fór í skot og Son Heung-min potaði boltanum í netið en var langt fyrir innan og markið stóð því ekki.
Eftir fyrsta stundarfjórðunginn voru Arsenalmenn líklegri til þess að skora og fengu hættulegri færi. Gabriel Jesus gott færi þegar Bukayo Saka sendi fyrirgjöf á fjær þar sem Jesus var í þröngu færi, hann náði boltanum á markið en Guglielmo Vicario varði vel.
Eddie Nketiah var nálægt því að skora fyrsta mark Arsenal eftir fyrirgjöf frá Udogie, sem er í Tottenham. Udogie sendi boltann til baka á engan samherja og Nketiah tók boltann, var í fínu færi en Vicario varði.
Á 26. mínútu byrjuðu vandræði Cristian Romero. Saka var með mikið pláss á vítateigslínunni og fór í skot, Romero mætir boltanum .þegar hann er í mittishæð og rekur hnéð í boltann og stýrir honum í eigið net, staðan því 1:0 fyrir Arsenal.
Nokkrum mínútum seinna fékk James Maddison boltann í eigin vítateig, hann vissi ekki af Gabriel Jesus fyrir aftan sig sem tók af honum boltan og fór í skot en það endaði yfir. Rétt fyrir hálfleik skoraði Son Heung-min jöfnunarmark Tottenham eftir fyrirgjöf frá Saka og staðan 1:1 í hálfleik.
Declan Rice var skipt út í hálfleik vegna meiðsla en samkvæmt Sky var hann með umbúðir um kálfann.
Vandræði Romero héldu áfram á 52. mínútu þegar hann fékk dæmt á sig víti eftir að hann fékk boltann í höndina, hann var á leiðinni niður í tæklingu og fékk boltann í sig á leiðinni niður. Saka steig á punktinn og setti boltann í mitt markið, 2:1.
Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Son Heung-min annað jöfnunarmark hans í leiknum eftir að Maddison vann boltann af Jorginho og leikurinn endaði 2:2.
Tottenham er nú í 4. sæti með 14 stig og Arsenal í 5. með jafn mörg stig en lakari markatölu.