Eiður Smári: Einn sá allra besti

Englandsmeistarar Manchester City verða án miðjumannsins Rodri í næstu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem hann fékk að líta beint rautt spjald í 2:0-sigri liðsins á Nottingham Forest á laugardag.

Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum Sport og þeir ræddu fjarveru Rodri, en Eiður hefur miklar mætur á spænska varnarmanninum.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færi ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is