Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur hafið æfingar að nýju með enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool.
Þetta tilkynnti Pepijn Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, í dag en hann meiddist í 3:1-sigri Liverpool gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í byrjun septembermánaðar.
Bakvörðurinn, sem er 24 ára gamall, hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins en hann var gerður að varafyrirliði félagsins fyrir tímabilið.
Óvíst er hvort Alexander-Arnold verði í leikmannahóp liðsins á morgun þegar Liverpool tekur á móti Leicester í enska deildabikarnum en hann gæti verið orðið klár í slaginn um helgina þegar Liverpool heimsækir Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.