Grét þegar hann fékk ekki samning

Andros Townsend liggur sárþjáður eftir að hafa slitið krossbönd í …
Andros Townsend liggur sárþjáður eftir að hafa slitið krossbönd í leik með Everton í mars árið 2022. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Andros Townsend kveðst hafa grátið þegar úrvalsdeildarfélagið Burnley ákvað að draga samningstilboð sitt til baka í sumar.

Vængmaðurinn Townsend, sem er 32 ára gamall, æfði með Burnley í sumar og stóð sig það vel að félagið bauð honum samning.

Forsendur breyttust þegar Burnley, sem Jóhann Berg Guðmundsson leikur með, festi kaup á hinum efnilegu Luca Koleosho og Zeki Amdouni.

Fór svo að samningstilboðið til handa Townsend var dregið til baka.

„Þetta var líklega erfiðasta samtal sem ég hef átt á ferli mínum,“ sagði Townsend á BBC Radio 5 í gær.

Hann hefur ekki spilað í eitt og hálft ár eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum hnémeiðslum, þar sem Townsend sleit krossbönd.

Samningur hans við Everton rann út að loknu síðasta tímabili og er Townsend enn í leit að nýju liði.

mbl.is
Loka