„Hoppandi um eins og ég veit ekki hvað“

Mikel Arteta lætur í sér heyra á hliðarlínunni.
Mikel Arteta lætur í sér heyra á hliðarlínunni. AFP/Henry Nicholls

Gary Neville, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports, hefur gagnrýnt Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, fyrir hátterni sitt á hliðarlínunni á meðan leikjum stendur.

Arsenal og Tottenham Hotspur gerðu jafntefli, 2:2, í stórleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar um liðna helgi.

Þar var Arteta líflegur á hliðarlínunni eins og hans er von og vísa en Neville kveðst ekki hrifinn.

„Ég vil sjá sjálfsstjórn hjá þessu Arsenal-liði en það er erfitt því stjórinn er á hliðarlínunni hoppandi um eins og ég veit ekki hvað.

Ég vil sjá ástríðu en ég vil sjá sjálfsstjórn og yfirvegun, og mér líður eins og það sé mótsögn. En ég vil sjá þetta á réttum augnablikum, á réttum tímum,“ sagði hann í hlaðvarpi sínu.

mbl.is
Loka