Illa farið með leikmenn Liverpool (myndskeið)

Þrátt fyrir að Liverpool hafi unnið 3:1-sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag buðu leikmenn Lundúnaliðsins upp á skemmtileg tilþrif í leiknum.

Brasilíumaðurinn Lucas Paquetá var í sérstaklega miklu stuði, því hann fór í tvígang illa með leikmenn Liverpool, með glæsilegum tilþrifum.

Tilþrif miðjumannsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, ásamt öðrum fallegum tilþrifum úr ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is