Jón Daði skoraði og lagði upp gegn United

Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í gær.
Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum í gær. Ljósmynd/Bolton

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik fyrir Bolton þegar liðið vann stórsigur gegn U21-árs liði Manchester United í enska neðrideildarbikarnum í knattspyrnu í Bolton í gær.

Leiknum lauk með 8:1-sigri Boltin en Jón Daði skoraði eitt mark og lagði upp annað áður en honum var skipt af velli á 65. mínútu.

Bolton er með sex stig eða fullt hús stiga í efsta sæti E-riðils keppninnar eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is