Liverpool slapp betur en United og Arsenal

Liverpool mætir Bournemouth í 16-liða úrslitum.
Liverpool mætir Bournemouth í 16-liða úrslitum. AFP/Peter Powell

Dregið var í 16-liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta rétt í þessu, en 32-liða úrslitunum lauk í kvöld. 

Newcastle gerði sér lítið fyrir og vann Manchester City í kvöld og fær liðið útileik gegn Manchester United að launum í 16-liða úrslitunum.

Liverpool mætir Bournemouth á útivelli og Arsenal heimsækir West Ham í Lundúnaslag.

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson fær spennandi verkefni, því hann og liðsfélagar hans í Blackburn drógust gegn Chelsea á útivelli.

Drátturinn í heild sinni:
Mansfield – Port Vale
Ipswich – Fulham
Manchester United – Newcastle
Bournemouth – Liverpool
Chelsea – Blackburn
West Ham – Arsenal
Everton – Burnley
Exeter – Middlesbrough

mbl.is