„Miklu betri en einhver Gylfi“

Dominik Szoboszlai og Gylfi Þór Sigurðsson.
Dominik Szoboszlai og Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

„Ég var í Ungverjalandi, stuttu fyrir umspilsleik Ungverjalands og Ísland, þar sem Dominik Szoboszlai fór illa með okkar menn,“ sagði Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Liverpool. 

Átti að fylgjast með Szoboszlai

Ungverjinn Dominik Szoboszlai hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Liverpool en hann tryggði Ungverjum 2:1-sigur gegn Íslandi í umspili um sæti á EM 2021 í Búdapest í nóvember 2020.

„Það voru einhverjir Ungverjar að segja mér að fylgjast með Szoboszlai,“ sagði Jóhann Ingi.

„Hann er miklu betri en einhver Gylfi Sigurðsson sögðu Ungverjarnir við mig og ég sagði þeim að láta sig dreyma því Gylfi væri betri en ég held Szoboszlai sé nú aðeins betri,“ sagði Jóhann Ingi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is