Trúði ekki sínum eigin augum (myndskeið)

Spánverjinn Robert Sánchez hefur farið vel af stað með Chelsea eftir að hann kom til félagsins frá Brighton í sumar, þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið sem skyldi.

Sánchez átti tvær af bestu markvörslum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, þrátt fyrir 0:1-tap Chelsea gegn Aston Villa.

Ítalinn Nicolò Zaniolo trúði ekki sínum eigin augum þegar Sánchez varði glæsilega frá honum.

Markvörsluna hjá Sánchez og aðrar bestu vörslur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is