Spánverjinn Bruno Saltor hefur yfirgefið enska knattspyrnufélagið Chelsea, en hann var fenginn í þjálfarateymi karlaliðs félagsins þegar Graham Potter var ráðinn á síðasta ári.
Félagið sjálft hefur ekkert gefið út um brotthvarf þess spænska, en The Telegraph segir Bruno ekki lengur starfsmann félagsins.
Bruno stýrði Cheslea gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir að Potter var vikið frá störfum og áður en Frank Lampard var ráðinn í hans stað.
Virtist sá spænski ætla að halda áfram hjá félaginu eftir að Mauricio Pochettino tók við stjórnartaumunum hjá Chelsea, en nú er ljóst að svo er ekki.