Átti Jota skilið rautt? (myndskeið)

Diogo Jota fékk að líta tvö gul spjöld með stuttu millibili er hann og liðsfélagar hans hjá Liverpool máttu þola 1:2-tap fyrir Tottenham í viðburðaríkum leik á Tottenham-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Curtis Jones fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik og Jota sitt annað gula í seinni hálfleik fyrir að vera of seinn í tæklingu, en Jota var ekki sáttur við dóminn.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is