Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir Roberto de Zerbi, knattspyrnustjóra Brighton einn þann albesta í heiminum. Emery segist hlakka til leiksins en liðin mætast einmitt á Villa Park í Birmingham í hádegisleik í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Aston Villa er þremur stigum á eftir Brighton í deildinni en liðin sitja í 3. og 6. sæti hennar.
„Við virðum öll lið. Brighton er frábært félag með frábæran þjálfara og frábæra leikmenn. Mér líkar vel við leikstíl liðsins. Það er sjálfstraust í liðinu sem heldur bolta vel og kemur sér í góðar stöður. Leikmenn eru með mikil gæði og De Zerbi hefur notað hópinn vel án þess að það hafi haft áhrif á leikstílinn. Hann er einn sá albesti.“