Curtis Jones, leikmaður Liverpool, fékk beint rautt spjald í leik liðsins við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jones fékk spjaldið fyrir að fara með takkana af miklu afli í Yves Bissouma, miðjumann Tottenham, en um óviljaverk var að ræða.
Var hann mjög svekktur þegar Simon Hooper lyfti gula spjaldinu og ekki var hann kátari þegar því var breytt í rautt eftir skoðun myndbandsdómara.
Tottenham vann leikinn 2:1, eftir að Diogo Jota fékk einnig rautt spjald og leikmenn Liverpool voru orðnir níu á lokakaflanum.
Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.