„Þetta var mjög ósanngjarnt og sumar ákvörðunirnar voru klikkaðar. Það er erfitt að kyngja þessu en ég er stoltur af mínu liði,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við Sky eftir 1:2-tap liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool endaði leikinn tveimur mönnum færri og var Klopp mjög ósáttur við fyrra rauða spjaldið, sem Curtis Jones fékk.
„Í fyrsta rauða spjaldinu stígur Curtis á boltann en fer síðan í manninn. Hann var óheppinn, því þetta leit illa út í hægri endursýningu. Þetta var ekki slæm tækling,“ sagði hann.
Þá var sá þýski mjög ósáttur við að mark sem Luís Díaz skoraði hafi ekki fengið að standa, en dómarasamtökin hafa viðurkennt mistök í því atviki.
„Þetta var aldrei rangstaða. Línurnar voru teiknaðar vitlaust. Þetta var augljóst og það er erfitt að sætta sig við það,“ sagði Þjóðverjinn ósáttur.