Margrét Lára: Lítur hræðilega út

Margrét Lára Viðarsdóttir og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gær.

Á meðal þess sem þau ræddu var dramatískur leikur Liverpool og Tottenham, en hann var vægast sagt viðburðaríkur.

Liverpool fékk tvö rauð spjöld í leiknum og var mark ranglega dæmt af liðinu. Þá skoraði Tottenham sigurmark í uppbótartíma.

Gylfi og Margrét voru sammála um að stóru dómararnir gegn Liverpool í leiknum hafi verið vafasamir, þótt brotið sem Curtis Jones fékk rautt spjald fyrir hafi litið hræðilega út að mati Margrétar.

Innslag úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Loka