Ætla að birta samskiptin úr stórleiknum

Simon Hooper dæmdi stórleikinn á laugardaginn.
Simon Hooper dæmdi stórleikinn á laugardaginn. AFP/Henry Nicholls

Ensku dómarasamtökin ætla að birta samskipti dómarateymisins í stórleik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór í Lundúnum á laugardaginn.

Það er EPSN sem greinir frá þessu en mikið hefur verið rætt um frammistöðu dómarateymisins í leiknum.

Luis Díaz skoraði löglegt mark fyrir Liverpool 34. mínútu en markið var ranglega dæmt af þar sem línuvörðurinn flaggaði Díaz rangstæðan.

Atvikið var skoðað í VAR-herberginu, þar sem Darren England var VAR-dómari, og dæmdi hann markið löglegt en hann hélt að markið hefði verið dæmt gott og gilt í leiknum sjálfum og staðfesti því dóminn sem féll á vellinum sjálfum.

Í frétt ESPN kemur meðal annars fram að VAR-teymið hafi áttað sig á mistökunum sjö sekúndum eftir að leikurinn hófst á nýjan leik en þau voru engu að síður ekki leiðrétt.

mbl.is
Loka