Alexis Mac Allister, miðjumaður Liverpool, gæti verið á leið í bann fyrir að skjóta á knattspyrnudómarann Simon Hooper á samfélagsmiðlinum Instagram.
Hooper dæmdi leik Tottenham og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór á laugardaginn í Lundúnum en leiknum lauk með sigri Tottenham, 2:1.
Dómarateymið í leiknum gerði stór mistök í leiknum þegar löglegt mark var ranglega dæmt af Liverpool og þá fengu tveir leikmenn Liverpool að líta rauða spjaldið en stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir með frammistöðu Hooper á laugardaginn.
Cristian Romero, varnarmaður Tottenham, birti færslu á samfélagsmiðlinum á Instragram þar sem hann fagnaði sigrinum vel og innilega.
„Eðlilegt þegar að þið erum með tólf leikmenn inni á vellinum,“ skrifaði Mac Allister við færslu Romero en þeir eru liðsfélagar í argentínska landsliðinu.
Mac Allister gæti fengið refsingu fyrir að vefengja heilindi dómarastéttarinnar og gæti meðal annars verið á leiðinni í leikbann en hann gekk til liðs við Liverpool frá Broghton í sumar.