Snýr Antony aftur á morgun?

Erik ten Hag, þjálfari United, og Antony fallast í faðma.
Erik ten Hag, þjálfari United, og Antony fallast í faðma. AFP/Darren Staples

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Antony gæti snúið aftur í leikmannahóp Manchester United á morgun þegar liðið tekur á móti Galatasaray í A-riðli Meistaradeildarinnar í Mancehster á morgun.

Antony, sem er 23 ára gamall, snéri aftur til æfinga hjá United í síðustu viku eftir að hann var kærður fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni í byrjun septembermánaðar.

Antony var settur til hliðar hjá United þegar málið kom fyrst upp í fjölmiðlum en hann gekk til liðs við United síðasta sumar fyrir 82 milljónir punda.

Sóknarmaðurinn á að baki 48 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað átta mörk og lagt upp önnur þrjú.

mbl.is
Loka