„Stevie Wonder hefði séð þetta“

Jürgen Klopp talaði meðal annars um klikkaðar ákvarðanir hjá dómarateyminu …
Jürgen Klopp talaði meðal annars um klikkaðar ákvarðanir hjá dómarateyminu eftir tapið gegn Tottenham á laugardaginn. AFP/Henry Nicholls

„Það sem er athugavert og ekki í lagi úr VAR-herberginu er sú staðreynd að línan, sem er alltaf birt þegar einhver er rangstæður, var ekki birt á skjánum,“ sagði Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi ritstjóri Viðskiptamoggans og einn af umsjónarmönnum Dagmála, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um stórleik Tottenham og Liverpool. 

Langt fyrir utan línuna

Luis Díaz kom Liverpool yfir í leiknum á 34. mínútu en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu þar sem dómarar í VAR-herberginu héldu að dómari leiksins, Simon Hooper, hefði dæmt markið gott og gilt.

VAR-dómararnir héldu því að þeir væru að staðfesta ákvörðun Hooper með því að dæma markið löglegt en þeir áttuðu sig á mistökunum sjö sekúndum eftir að leikurinn hófst á nýjan leik en ákváðu þrátt fyrir það að aðhafast ekkert frekar í málinu.

„Þið þekkið það bara að þegar einhver er rangstæður er oft verið að velta fyrir sér einhverjum sentímetrum og jafnvel millímetrum um það hvort menn séu rangstæðir ekki,“ sagði Stefán Einar.

„Stevie Wonder hefði séð þetta, að maðurinn var langt fyrir utan línuna, ef hún hefði bara verið teiknuð upp á skjáinn,“ sagði Stefán Einar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Loka