Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, brast í grát eftir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í Surrey um helgina.
Leiknum lauk með sigri Chelsea, 2:1, en Hayes missti föður sinn í síðustu viku og var hann 82 ára gamall þegar hann lést.
Eftir leikinn í gær færðu leikmenn Chelsea stjóranum treyju að gjöf, með merkingunni „Papa 82“ á bakinu.
Þjálfarinn átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum en hún hefur stýrt Chelsea frá árinu 2012.
Emotional scenes at full time as Chelsea come together to support Emma Hayes following her father's passing. 💙 pic.twitter.com/ZJadvxHT6T
— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 1, 2023