Stjóri Chelsea brast í grát

Emma Hayes, stjóri Chelsea.
Emma Hayes, stjóri Chelsea. AFP

Emma Hayes, knattspyrnustjóri kvennaliðs Chelsea, brast í grát eftir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í Surrey um helgina.

Leiknum lauk með sigri Chelsea, 2:1, en Hayes missti föður sinn í síðustu viku og var hann 82 ára gamall þegar hann lést.

Eftir leikinn í gær færðu leikmenn Chelsea stjóranum treyju að gjöf, með merkingunni „Papa 82“ á bakinu.

Þjálfarinn átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum en hún hefur stýrt Chelsea frá árinu 2012.

mbl.is
Loka