Svona var löglegt mark dæmt af Liverpool (myndskeið)

Kólumbíumaðurinn Luis Díaz skoraði löglegt mark sem dæmt var af vegna rangstöðu í leik Liverpool og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Var markið dæmt af, eftir misskilning myndbandsdómara. Héldu þeir að dómarateymið á vellinum hefði dæmt mark og myndbandsdómararnir staðfestu þann dóm.

Dómarateymið dæmdi hins vegar rangstöðu og samþykktu myndbandsdómararnir því rangan dóm.

Samskipti dómaranna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is