Veitti leikmanni Chelsea þungt högg (myndskeið)

Carlos Vinícius, leikmaður Fulham, veitti Thiago Silva, leikmanni Chelsea, þungt högg í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Vinícius, sem er Brasilíumaður, sló landa sinn harkalega í baráttu þeirra um miðjan seinni hálfleikinn. Silva fékk aukaspyrnu, en Vinícius slapp við frekari refsingu.

Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is