Brentford skoraði 5 á Kenilworth Road (myndskeið)

Brentford mætti Luton á Kenilworth Road í Luton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoruðu 5 mörk áður en heimaliðið klóraði í bakkann.

Yoane Wissa skoraði fyrstu tvö mörkin en Ethan Pinnock, Keane Lewis-Potter og Kevin Schade bættu allir við mörkum áður en Luke Berry lagaði stöðuna fyrir heimaliðið í uppbótartíma. 

Luton stefnir hraðbyri niður í næstefstu deild en Brentford geta líklega kvatt falldrauginn endanlega eftir þennan sigur. 

Mörkin má sjá í spilaranum.

Yoane Wissa skoraði tvö fyrstu mörk Brentford
Yoane Wissa skoraði tvö fyrstu mörk Brentford AFP/JUSTIN TALLIS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert