Hákon Rafn á bekknum í tapi gegn Everton

Hákon Rafn Valdimarsson var í leikmannahópi Brentford í dag
Hákon Rafn Valdimarsson var í leikmannahópi Brentford í dag Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hákon Rafn Valdimarsson var í fyrsta skipti í leikmannahópi Brentford sem mætti Everton á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hákon Rafn gekk til liðs við Brentford í janúar frá sænska félaginu Elfsborg og hefur ekki enn komið við sögu í leikmannahópi liðsins. Hann fékk þó sæti á bekknum í dag en Idrissa Gana Gueye skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn í Everton.

Everton komst með sigrinum upp fyrir Brentford í deildinni en liðin skipa 15. og 16. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert