Sjáðu sigurmarkið á Goodison Park (myndskeið)

Idrissa Gana Gueye skoraði eina mark leiksins þegar Everton sigraði Brentford á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattpspyrnu í dag.

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður Íslands, sat á varamannabekk Brentford í fyrsta skipti í dag en kom ekki við sögu.

Everton kom sér upp fyrir Brentford með sigrinum en mark Gueye er í spilaranum að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert