Fimm leikmenn eru á förum frá enska knattspyrnufélaginu Newcastle í sumar.
Það eru þeir Paul Dummet, Matt Ritchie, Loris Karius, Jeff Hendrick og Kell Watts.
Dummet yfirgefur eftir ellefu ára veru og 212 leiki. Ritchie kom þá frá Bournemouth árið 2016 og hefur síðan spilað 215 leiki fyrir félagið.
Hinir þrír hafa verið í minna hlutverki en Loris Karius var einu sinni markvörður Liverpool.