Maddison fyrstur heim

James Maddison verður ekki með Englandi á EM.
James Maddison verður ekki með Englandi á EM. AFP/Paul Ellis

James Maddison verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. 

SkySports greinir frá en hann er sá fyrsti sem er sendur heim úr 33 leikmanna úrtakinu. 

Alls munu 26 leikmenn fara með Englandi á Evrópumótið og munu því sex leikmenn til viðbótar verða sendir heim. 

Maddison fór vel af stað með Tottenham á síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en meiddist síðan. Hann náði ekki að finna sitt gamla form seinni helminginn af tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert