Þrír fara frá Tottenham

Ivan Perisic fer frá Tottenham í sumar.
Ivan Perisic fer frá Tottenham í sumar. AFP/Adrian Dennis

Þrír leikmenn karlaliðs Tottenham Hotspur í knattspyrnu eru á förum frá félaginu þegar samningar þeirra við enska félagið renna út um næstu mánaðamót.

Ivan Perisic, Japhet Tanganga og Ryan Sessegnon eru allir samningslausir í lok mánaðarins og munu ekki fá boð um nýja samninga.

Tottenham kvaddi þremenningana á heimasíðu sinni í dag ásamt Eric Dier, sem fór að láni til Bayern München í janúar síðastliðnum og var svo keyptur til þýska félagsins í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert