Skýtur á þjálfara Englands

Serbinn Nemanja Matic.
Serbinn Nemanja Matic. AFP

Serbinn Nemjana Matic tjáði sig um landsliðsval Gareth Southgate, þjálfari Englands í knattspyrnu karla. 

Southgate skildi stór nöfn eftir heima en Jack Grealish, James Maddison og Marcus Rashford verða ekki með á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. 

Serbía er með Englandi í riðli á Evrópumótinu og Matic telur það vera góðar fréttir fyrir þjóð sína að Rashford og Grealish séu ekki með. 

„Ég myndi alltaf vilja hafa leikmenn eins og Marcus Rashford og Jack Grealish í leikmannahópnum. Leikmenn sem geta ráðið úrslitum upp á sitt einsdæmi. Að þeir hafi ekki verið valdir eru góðar fréttir fyrir Serbíu,“ sagði Matic á X-síðu sinni. 

Matic lék í tíu ár samtals með Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni en er nú leikmaður Lyon í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert