Solskjær til Leicester?

Ole Gunnar Solskjær er mögulega að taka við Leicester.
Ole Gunnar Solskjær er mögulega að taka við Leicester. AFP

Norðmaðurinn, Ole Gunnar Solskjær er í viðræðum við enska knattspyrnuliðið Leicester um að verða knattspyrnustjóri liðsins á næsta tímabili. 

Síðasta lið sem Ole Gunnar þjálfaði var Manchester United en hann þjálfaði liðið á árunum 2018-2021.

Leicester komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili eftir að vinna ensku B-deildina. Ítalinn, Enzo Maresca stýrði liðinu þá en hann er nú tekinn við stjórnartaumunum hjá Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert