Newcastle hefur náð munnlegu samkomulagi við knattspyrnumarkvörðinn James Trafford um að ganga í raðir félagsins.
Trafford er markvörður Burnley en samkvæmt enskum miðlum er hann á leiðinni til Newcastle.
Newcastle hefur þá boðið Burnley 15 milljónir punda fyrir markvörðinn en Burnley mun hafna því tilboði.
Búist er við því að Newcastle muni bæta tilboðið sitt og gera allt til að fá markvörðinn í sumar.